Vonast eftir heitu vatni fyrir kvöldið

Heitavatnsleysið í Grafarvogi í Reykjavík í dag er rakið til tæringar í stofnlögn sem sá hverfinu fyrir öllu heitu vatni. Viðgerð hófst um klukkan tíu eftir að tókst að losa heitt vatn úr göngum undir Vesturlandsveg þar sem vatnslögnin fór í sundur. Vonast er til að heita vatnið komist aftur á fyrir kvöldið. Fyrst þarf að gera við lögnina og síðan þarf að hleypa vatni á hægt og rólega. Unnið að viðgerð.RÚV / Guðmundur Bergkvist