Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“
Aron Pálmarsson spilar sinn síðasta handboltaleik í kvöld, þegar ungverska stórliðið Veszprém heimsækir FH í Kaplakrika. Hann er spenntur fyrir því að draga skóna fram í síðasta sinn en saknar handboltans almennt ekki.