Fundu líkamsleifar tveggja gísla

Ísraelski herinn greindi frá því í dag að líkamsleifar tveggja gísla hefðu fundist í aðgerð á Gasaströndinni. Um er að ræða gísla sem sem teknir voru höndum á samyrkjubúinu Beeri í árás Hamas-samtakanna 7. október 2023.