Eyjólfur Ármannsson, innviðaráðherra, hefur skipað starfshóp um strandsiglingar við Ísland. Starfshópurinn á að finna leiðir til þess að minnka álag á þjóðvegi landsins. Starfshópnum er ætlað að skila aðgerðaáætlun fyrir 1. desember 2025. Langstærstur hluti vöruflutninga hér á landi fer fram með stórum bifreiðum um þjóðvegi. Álag á vegi hefur aukist hratt á undanliðnum árum […]