Ráðherrar fordæma aðgerðir Ísraela

Utanríkisráðherrar Íslands, Írlands, Lúxemborgar, Noregs, Slóveníu og Spánar fordæma harðlega nýjar hernaðaraðgerðir Ísraels á Gasasvæðinu í sameiginlegri yfirlýsingu sinni auk þeirra áforma sem Ísraelar hafa boðað um varanlega viðveru hermanna í Gasaborg.