„Ef þú horfir á leikinn aftur og búinn að greina leikinn í höfðinu ertu bara fullur af jákvæðni. Núna veistu hvað þú átt að laga. Þannig næst detta skotin ofan í og þá erum við með unninn leik,“ sagði Ægir við RÚV í dag. En uppliði Ægir spennufall eftir leikinn í gær? „Já klárlega. Þetta er auðvitað mikil spenna og allt það sem fylgir þessu. Svo veit maður líka að þegar einn leikur er búinn að þá þarf maður að sópa honum til hliðar og fara að hugsa um næsta leik. Það er bara frábær æfing í því að koma til baka og eiga góða frammistöðu á móti Belgunum,“ sagði Ægir. En hvað þarf að gerast til að Ísland vinni Belgíu í hádeginu á morgun? „Við þurfum mikla ákefð varnarlega og það eru grunngildin okkar í körfubolta. Við þurfum að ná sem flestum fráköstum og ná upp vörninni. Þá fylgir sóknin með.“