„Nú er sviðsskrekkurinn farinn“

Ísland tapaði fyrir Ísrael í fyrsta leik sínum á EM í körfubolta í Katowice í Póllandi í gær, en mætir Belgíu í næsta leik sínum í hádeginu á morgun. „Fyrsti leikurinn er alltaf mjög erfiður. Það er búin að vera mikil eftirvænting fyrir mótinu. Við höfðum beðið lengi eftir þessu augnabliki. Þannig nú höldum við áfram og mætum aðeins afslappaðri í næsta leik,“ sagði Elvar við RÚV í dag og viðurkenndi smá spennufall í gær. En hvernig er þetta belgíska lið sem Ísland mætir á morgun? „Þeir eru með svona tvo minni bakverði í leikstjórnendastöðunni, ekkert ólíkt okkur. Stóru mennirnir þeirra eru ekkert mikið að teygja á gólfinu eins og var í gær. Þannig við getum haldið Tryggva aðeins meira inni í teignum og við spilað varnarleikinn sem við viljum spila,“ sagði Elvar meðal annars.