Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur afturkallað öryggisgæslu sem lífvarðasveit forsetans útvegar Kamölu Harris, fyrrverandi varaforseta Bandaríkjanna. Miðað er við að fyrrverandi varaforsetar fái slíka öryggisgæslu í hálft ár eftir að þeir láta af embætti. Joe Biden lengdi tímann sem Harris átti til janúar 2026, áður en hann lét af embætti í byrjun árs. Harris ætlar að heimsækja fimmtán borgir í Bandaríkjunum í september í tilefni af útgáfu bókar um endurminningar hennar af forsetaframboðinu fyrir kosningarnar í fyrra. Bókin heitir „107 dagar“. Harris var frambjóðandi demókrata í 107 daga eftir að Biden dró framboð sitt til baka, en tapaði. Kamala Harris og Donald Trump.AP