Framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum segir félagið hafa þurft að loka fiskvinnslu og segja upp fimmtíu starfsmönnum vegna hækkunar veiðigjalda upp á 850 milljónir króna á ári. Líklegt sé að til svipaðra aðgerða verði gripið víða á landsbyggðinni á næstunni.