Hafna al­farið um­mælum um ís­lensk gagnaver og peninga­þvætti

Forsvarsmenn Samtaka gagnavera og Samtaka iðnaðarins hafna alfarið ummælum forstöðumanns netöryggissveitar Íslands, CERT-IS, um að íslenskur gagnversiðnaður og íslensk gagnaver séu meira aðlaðandi en önnur fyrir peningaþvætti. Í sameiginlegri yfirlýsingu frá samtökunum segir að allir félagsmenn Samtaka gagnvera, sem reki alhliða gagnaver, hafi sótt sér alþjóðlegar öryggisvottanir.