Því er haldið fram í spænskum miðlum í dag að Newcastle sé að undirbúa rosalegt tilboð í Fermin Lopez, sóknarmiðjumann Barcelona. Það er nóg að gera á skrifstofu Newcastle. Félagið er að landa Nick Woltemade, sóknarmann Stuttgart, á meira en 70 milljónir punda. Þá er stjörnuframherji liðsins, Alexander Isak, að reyna að komast til Liverpool. Lesa meira