Eldur kviknaði í bifreið á Fífuhvammsvegi í Kópavogi eftir að bíllinn lenti í slysi síðdegis. Þetta staðfestir Stefán Kristinsson, varðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu. Hann segir sjúkraliða sinna minnst einum einstaklingi eftir slysið en að hann geti ekki upplýst um ástand hans að svo stöddu. Hann verði án efa fluttur af vettvangi til skoðunar á sjúkrahúsi. Slökkviliðsmenn séu nú að ráða niðurlögum eldsins eins og er en Stefán segir bílinn handónýtan. Mynd úr safni.RÚV / Ragnar Visage