Lokaleikur Íslands fór í framlengingu

Íslenska U16 ára landslið stúlkna mátti þola naumt tap fyrir Grikklandi, 77:75, í framlengdum lokaleik sínum í B-deild Evrópumótsins í Istanbúl í kvöld. Úrslitin þýða að Ísland endar í tíunda sæti mótsins.