Flottar flíkur og fylgi­hlutir fyrir haustið

Rútínan er byrjuð að rúlla og haustið er handan við hornið. Nú er tíminn til að kíkja í fataskápinn og draga fram klassísku haustflíkurnar. Árstíðin er í uppáhaldi hjá mörgum tískuunnendum þar sem lagskiptur fatnaður, djúpir jarðlitir, stígvél og fylgihlutir eru í fyrirrúmi.