Handboltavertíðin í Þýskalandi er farin af stað. Evrópumeistarar Magdeburgar mættu Lemgo á útivelli og unnu með 33 mörkum gegn 29. Ómar Ingi Magnússon fór hamförum og skoraði 15/5 mörk fyrir Magdeburg. Gísli Þorgeir Kristjánsson skoarði 5 mörk en Elvar Örn Jónsson komst ekki á blað. Haukur Þrastarson byrjar sömuleiðis vel, en hann gekk í raðir Rhein-Neckar Löwen í sumar. Hann skoraði 8 mörk og var markahæstur þegar Löwen lagði Melsungen á útivelli, 29-27. Arnar Freyr Arnarsson skoraði 4 mörk úr jafnmörgum skotum fyrir Melsungen. Reynir Þór Stefánsson lék ekki með Melsungen. Ómar Ingi Magnússon byrjar handboltavertíðina vel með MagdeburgAP/DPA / Marius Becker