Skóli án að­greiningar: Að gefast upp er ekki val­kostur

Um þessar mundir er hávær umræða um það hvort skóli án aðgreiningar hafi mistekist. Sumir telja að svo sé og að lausnin felist í að snúa við blaðinu til eldra fyrirkomulags þegar fötluð börn og börn með fjölþættar stuðningsþarfir voru aðgreind frá öðrum börnum í sérbekki eða önnur sérúrræði.