Marín Ösp Ómarsdóttir minnist tvíburasystur sinnar, Bríetar Yrmu Ómarsdóttur, sem féll fyrir eigin hendi fyrr í vikunni, í færslu á samfélagsmiðlum. Marín gerir geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi að umræðuefni en systurnar eru frá Fáskrúðsfirði.