„Við erum ekki vélar“

Móeiður Svala Magnúsdóttir, eða Móa eins og flestir kalla hana, er 28 ára fasteignasali hjá Mikluborg og býr í Garðabæ. Dagarnir hennar eru oft stútfullir og breytast á augabragði þannig að það skiptir miklu máli fyrir hana að vera með góða rútínu, næra sig vel og passa upp á jafnvægið.