Craig: Þurfum að skapa orku og fá meðbyr

Craig segir margt hafa verið gott hjá íslenska liðinu í tapinu gegn Ísrael í fyrradag, en það segi ekki allt. „Við sköpuðum góð færi allan leikinn, en drógum stutta stráið gegn velspilandi liði Ísrael,“ segir Craig. Hann segir frammistöðu eins og gegn Ísrael getað skilað betri úrslitum gegn Belgíu. „Við þurfum að skapa færi og vonandi skora úr fleirum og skapa smá orku og meðbyr og geta þannig spilað betur.“ Leikur Íslands og Belgíu er kl. 12 á RÚV, upphitun í Stofunni frá 11:20.