Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka

Atvinnuvegaráðuneytið hefur staðfest 150 þúsund króna sekt á kjúklingaræktanda vegna brots á lögum um velferð dýra. Ráðuneytið minnir Matvælastofnun um leið á að halda sig við staðreyndir málsins og halda ályktunum sem njóti ekki stuðnings gagna til hlés.