Belgía er andstæðingur dagsins, þjóð sem á ágætis sögu af EuroBasket en hafa einu sinni komist á topp 10 á mótinu á þessari öld. Belgar voru með á fyrsta mótinu sem haldið var 1935 og svo nokkuð taktfast síðan þá en lítið í kringum aldamótin, alls hafa þeir farið 19. sinnum á EuroBasket. Þjálfari liðsins er Dario Gjergja, 49 ára gamall Króati sem hefur unnið belgísku úrvalsdeildina fjórtán sinnum sem þjálfari. Liðið er án þriggja öflugra leikmanna sem ýmist eru frá vegna meiðsla eða vegna undirbúnings fyrir NBA deildina, Retin Obasohan, Toumani Camara og Ajay Mitchell skilja eftir sig stór skörð sem erfitt verður fyrir Belgana að fylla upp í. Helstu leikmenn liðsins eru eftirfarandi. Bako er miðherji sem hefur líklega hvað mesta leikreynslu í belgíska hópnum í stærstu deildum Evrópu, hann hefur meðal annars orðið franskur meistari með ASVEL, spilað með Virtus Bolognia og verið valinn í úrvalslið Meistaradeildar Evrópu. Leiðtogi liðsins, góður frákastari og mikill íþróttamaður. Er ekki að teygja sig út fyrir þriggja stiga línuna sóknarlega og vill skora sín stig nálægt körfunni. Lecomte sér um að búa til og byrja sóknir Belganna í fjarveru þeirra aðal leikstjórnenda, Retin Obasohan. Verið lengi í landsliðinu og komið víða við á ferlinum, meistari með Buducnost í Svartfjallalandi 2023. Var með 16 stig að meðaltali í leik fyrir Baylor í bandaríska háskólaboltanum, fjölhæfur leikmaður sem býr yfir hraða og skýtur boltanum yfirleitt vel, þriggja stiga óður má segja. Gefur liðinu rosalega mikið á báðum endum vallarins, lykilmaður í vörninni og getur átt leiki þar sem hann raðar niður stigum. Hávaxinn, nokkuð snöggur og með gott skot. Tvívegis verið valinn besti leikmaður belgísku deildarinnar og hefur spilað með liðum í efstu deildum Frakklands og Spánar. Þetta eru leikmenn sem við eigum erfiðast með að dekka, hávaxnir framherjar sem geta boðið upp á skot fyrir utan og keyrt á körfuna.