Náðu fullum þrýstingi í nótt

Allir íbúar Grafarvogs ættu að hafa fengið fullan þrýsting á heitavatnið á þriðja tímanum í nótt. Þá hafði viðgerð á stofnlögn til Grafarvogs, sem byrjaði að leka í fyrrinótt, lokið skömmu fyrir miðnætti í gærkvöldi.