Rignir á Norður- og Austurlandi en lengst af þurrt suðvestan til

Lægðasvæðið sem verið hefur suður af landinu dýpkar og veldur leiðindaveðri í Vestur-Evrópu um helgina. Hér á landi verður veðrið aftur á móti rólegra. Í dag má búast við norðaustan 3-10 metrum á sekúndu og súld eða rigningu með köflum á Norður- og Austurlandi. Hiti verður á bilinu 9 til 17 stig. Lengst af verður þurrt og milt veður suðvestan til. Einhverjar síðdegisskúrir gætu myndast, einna helst á Suðurlandi. Á morgun er útlit fyrir svipað veður en vindur verður heldur hvassari.