Vitlíki af holdi og blóði

Sumarið líður senn undir lok. Haustið gengur í garð sem óskrifað blað með angan af nýydduðum blýöntum og metnaðarfullum áformum. Samkvæmt bandaríska félagssálfræðingnum Daniel Gilbert nálgumst við framtíðar útgáfuna af sjálfum okkur eins og börnin okkar. „Í hvert sinn sem við sækjumst eftir einhverju – stöðuhækkun, hjónabandi, nýjum bíl, ostborgara – væntum við þess að sú manneskja sem ber fingrafar...