Árleg hátíð grænkera, Vegan festival, fer fram á morgun á Thorsplani í Hafnarfirði. Aldís Amah Hamilton, formaður Samtaka grænkera á Íslandi, segist spennt að taka á móti fólki á hátíðinni. Það sé hennar fyrsta sem formaður félagsins. Það séu gamlir og nýir þátttakendur og nóg í boði fyrir alla, vegan og ekki vegan.