Eins manns er saknað og reiknað er með að E6-brautin verði lokuð dögum saman við Nesvatnið í Levanger í Noregi eftir jarðfall þar í morgun sem hreif með sér bifreið á veginum og bar hana út í vatnið. Kom ökumaður sér út af eigin rammleik og var fluttur á sjúkrahúsið í Levanger til athugunar