20 ára afmæliskaka í boði fyrir alla gesti

Í túninu heima, bæjarhátíð Mosfellsbæjar, var sett í gær og stendur yfir alla helgina. Hátíðin hefur fest sig í sessi og eru það íbúarnir sjálfir sem sakapa stemninguna með því meðal annars að bjóða heim í garðana sína, standa fyrir götugrillum og bjóða upp á fjölbreytta viðburði.