Belgar með í sjötta sinn í röð

Belgar eru mættir á sitt sjötta Evrópumót karla í körfubolta í röð en mæta í dag Íslandi í fyrsta skipti á þeim vettvangi. Besti árangur þeirra á þessum kafla var árið 2013 þegar þeir komust í milliriðil, samkvæmt þáverandi keppnisfyrirkomulagi.