Finnski flugherinn hefur ákveðið að hætta notkun hakakrossins á fánum herdeilda. Ofursti í flugher Kirjálalands segir það hafa verið gert til að forðast óþægilegar aðstæður í samvinnuverkefnum Atlantshafsbandalagsins sem Finnland gekk í árið 2023.