Ísafjarðarbær: vönduð umhverfismatsskýrsla Háafells

Skipulags- og mannvirkjanefnd Ísafjarðarbæjar hefur birt umsögn sveitarfélagsins til Skipulagsstofnunar um áform Háafells ehf. um 4.500 tonna aukinn hámarkslífmassa og breytinga á eldissvæðum Háafells í Ísafjarðardjúpi. Í henni segir sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs að umhverfismatsskýrslan sé vönduð og byggi á viðurkenndri aðferðafræði. Hún innihaldi ítarlega umfjöllun um vöktun og mótvægisaðgerðir, með tilgreindum mælibreytum, mælingatíðni og […]