Mark Fanndísar dugði ekki gegn Inter

Valur mátti þola tap, 4:1, gegn ítalska stórliðinu Inter Mílanó í leik um þriðja sætið í 2. umferð í undankeppni Meistaradeildar Evrópu í fótbolta í Mílanó í dag. Valur er úr leik í Evrópukeppni í ár á meðan Inter fer í Evrópubikarinn, nýja Evrópukeppni á vegum UEFA.