Þor­gerður á ó­form­legum fundi ESB

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra, sat óformlegan fund utanríkisráðherra Evrópusambandsins í Kaupmannahöfn í dag. Þar var til umræðu innrás Rússlands í Úkraínu og það hvernig hægt væri að herða refsiaðgerðir gegn Rússum og grípa mögulega til aðgerða gegn skuggaflota Rússlands.