Jarðskjálfti að stærð 3,1 fannst í byggð klukkan 12:46 í dag. Skjálftinn á upptök sín nálægt Kleifarvatni, nánar tiltekið við Seltún í Krýsuvík. Samkvæmt Veðurstofu Íslands eru jarðskjálftar algengir á svæðinu og nokkrir minni skjálftar hafa fylgt í kjölfarið. Krýsuvík.RÚV / Kveikur