Stjörnurnar með stórleik í sigri

Þýskaland tók á móti Litháen í fyrsta leik dagsins á Evrópumóti karla í körfubolta í dag en leikið var í Tampere í Finnlandi. Óhætt er að segja að ríkjandi heimsmeistarar í þýska landsliðinu hafi átt þægilegan dag en liðið vann sannfærandi sigur, 107:88.