Íslenska karlalandsliðið í körfubolta kastaði frá sér unnum leik þegar liðið mætti Belgíu í annarri umferð í D-riðli á EuroBasket 2025 í Spodek-höllinni í Katowice í Póllandi í dag. Góður möguleiki var á fyrsta sigri Íslands í 12. tilraun á stórmóti en liðið var sjö stigum yfir þegar fimm mínútur voru eftir af leiknum.