Elvar Már Friðriksson er sár eftir tapið gegn Belgíu. Ísland leiddi bróðurpart leiksins en það fór að halla undan fæti í fjórða leikhluta. „Við spiluðum ótrúlega heimskulega úr þessu í lokin.“ Þá segir hann að liðið verði að einbeita sér strax að leiknum gegn Póllandi sem er á morgun. „Við verðum að vera fljótir að gleyma. Sama hvort við hefðum unnið eða tapað í dag þá er það bara næsti leikur og við verðum að vera fljótir að gleyma.“