„Við þurftum ekki að tæma laugina að fullu af því að það var bara verið að laga þrep,“ segir Anna Kristín Sigurðardóttir forstöðumaður Vesturbæjarlaugar í samtali við mbl.is og færir um leið þau tíðindi að laugin verði opnuð á ný núna klukkan 16.