Þú ættir að hugsa þig tvisvar um áður en þú tekur mynd af Volvo EX90 á förnum vegi. Þetta eru skilaboðin í grein norska tæknivefritsins Tek.no sem varar eigendur snjallsíma við slíkum myndatökum þar sem leysigeislarnir, sem LiDAR-skynjari bifreiðarinnar notar, geti einfaldlega eyðilagt myndskynjarann bak við linsu símamyndavélarinnar.