Stjarnan vann sigur á FHL í 15. umferð Bestu deildar kvenna í fótbolta í dag, 0-3. Fyrsta mark Stjörnunnar var sjálfsmark Róseyjar Björgvinsdóttur á 28. mínútu en nokkur bið var á næsta marki. Á 71. mínútu tvöfaldaði Snædís María Jörundsdóttir forystu Stjörnunnar og undir lokinn innsiglaði Margrét Lea Gísladóttir 0-3 sigur gestanna. Úlfa Dís Kreye Úlfarsdóttir, leikmaður Stjörnunnar.Mummi Lú Stjarnan var fyrir leik í sjöunda sæti deildarinnar með 16 stig en fer upp um sæti og er með 19 stig. Þór/KA situr í fimmta sætinu með 21 stig en liðið hefur möguleika á því að lengja bilið í leik sínum við Fram sem hefst klukkan 17:00. Deildinni verður skipt eftir 18. umferðir, sex lið í efri og fjögur í neðri.