Það var mikið um að vera í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Í fyrsta leik dagsins mættust Chelsea og Fulham þar sem Chelsea vann 2-0 sigur. Josh King kom boltanum í netið fyrir Fulham í fyrri hálfleik og virtist hafa komið liðinu yfir en markið var dæmt af vegna brots sem átti sér stað í aðdragandanum, dómurinn er umdeildur. Manchester United vann dramatískan sigur á Burnley þegar allt stefndi í 2-2 jafntefli en United-menn fengu vítaspyrnu á sjöundu mínútu uppbótartíma. Bruno Fernandes skoraði úr spyrnunni og tryggði liðinu þrjú stig. Bruno Fernandes fagnar marki.EPA / ADAM VAUGHAN Önnur úrslit: Sunderland 2 - 1 Brentford Tottenham 0 - 1 Bournemouth Wolves 2 - 3 Everton