„Þarna er nýgræðingur á ferðinni“

„Það eina sem ég myndi staldra við er að þarna er nýgræðingur á ferðinni og hingað til hafa menn álitið að embætti þingflokksformanns sé embætti fyrir kænasta fólkið í launhelgum Alþingis og þingstarfanna,“ segir dr. Eiríkur Bergmann um skipun Ólafs Adolfssonar í embætti þingflokksformanns Sjálfstæðisflokksins.