Aron Einar meiddur en Brynjólfur hleypur í skarðið

Aron Einar Gunnarsson hefur dregið sig út úr íslenska landsliðinu í knattspyrnu vegna meiðsla en liðið mætir Aserbaísjan og Frakklandi í undankeppni HM 2026 þann 5. og 9. september næstkomandi.