Frakkland hafði betur gegn Slóveníu á EM karla í körfubolta, 103-95, eftir jafnan og spennandi leik. Frakkland tekur því forystu í D-riðli með fjögur stig og Belgar og Slóvenar fylgja á eftir með þrjú stig. Sylvian Francisko, leikmaður Frakklands.EPA / Jarek Praszkiewicz Það var mikil dramatík undir lok leiksins en þegar Sylvain Fransisko lét sem hann væri að láta leiktímann klárast hélt hann af stað rétt fyrir lokaflautu og skoraði tvö stig fyrir Frakka. Það verður að teljast nokkuð óheiðarlegt og fór öfugt ofan í Slóvena. Slóvenía átti þó síðasta höggið í og minnkaði muninn með flautuskoti og Frakkar unnu átta stiga sigur.