Það hefur lítið gengið hjá nýliðum Fram í Bestu deild kvenna í fótbolta en liðið tryggði langþráðan sigur gegn Þór/KA á Akureyri í dag, 1-2. Alda Ólafsdóttir kom Fram yfir strax á 3. mínútu leiksins eftir hornspyrnu. Norðankonur voru hins vegar ekki lengi að svara því Agnes Birta Stefánsdóttir kom boltanum í netið á 11. mínútu eftir stoðsendingu frá Karen Maríu Sigurgeirsdóttur. Eftir spennandi leik var það Fram sem náði í sigurmarkið í uppbótartíma þegar Murielle Tiernan kom boltanum í netið. Fram fer upp um sæti og er nú í því sjöunda með 18 stig.RÚV / Mummi Lú Þór/KA var að spila sinn fyrsta leik eftir að Sandra María Jessen hélt til þýska liðsins FC Köln.