Breiðablik mætti Twente í forkeppni Meistaradeildar Evrópu í fótbolta í dag þar sem Twente hafði betur, 2-0. Blikakonur héldu hreinu í fyrri hálfleik og vörðust vel gegn sterku liði Twente. Snemma í seinni hálfleik fékk Twente vítaspyrnu sem Katherine Devine ver fyrir Blika. Það var þó á 64. mínútu sem Twente komst yfir og á 78. mínútu tvöfaldaði liðið forystuna. Breiðablik fer inn í aðra umferð Evrópubikarsins.Mummi Lú Breiðablik fer í Evrópubikarinn og kemur þar inn í annarri umferð forkeppninnar. Með sigri hefði liðið komist í umspil um sæti í aðalkeppni Meistaradeildar Evrópu