Valur er meistari meistaranna

Íslandsmeistarar Vals unnu öruggan sigur á bikarmeisturum Hauka, 22-15, í meistarakeppni HSÍ í dag. Það munaði einungis tveimur mörkum á liðunum þegar flautað var til hálfleiks, 9-7, en í seinni hálfleik settu Valskonur allt í botn og hófu flugið. Hafdís Renötudóttir fór mikinn í marki Vals og fór langleiðina með að loka markinu. Hún varði 20 skot og lauk leiknum með 61% markvörslu. Lovísa Thompson og Elísa Elíasdóttir voru stigahæstar Valskvenna með fimm mörk hvor.