„Þessi sigur nærir meira en margir aðrir“

„Bara spennufall, ég er bara að ná mér niður. Ég er fáránlega ánægður og stoltur af stelpunum, ég kallaði eftir því að sjá liðið mitt sem spilaði fyrri hluta þessa tímabils og ég fékk það til baka í dag,“ sagði Óskar Smár Haraldsson þjálfari Fram eftir dramatískan sigur á Þór/KA í Boganum í dag þar sem markið kom úr síðustu spyrnu leiksins, lokatölur 1-2.