Einn vann rúmar 83 milljónir

Stálheppinn miðahafi var einn með allar tölur réttar í Lottó útdrætti kvöldsins og hlýtur hann rúmar 83 milljónir króna í sinn hlut. Miðinn var keyptur í Lottó appinu.