Pólland hafði betur gegn Ísrael á EM karla í körfubolta í kvöld, 66-64. Pólverjar höfðu frumkvæðið framan af og leiddu með ellefu stigum í hálfleik, 37-26. Það var svo um miðjan þriðja leikhluta að Ísraelar sóttu í sig veðrið og söxuðu hratt á forskot Póllands. Þegar tvær mínútur voru eftir af þriðja leikhluta komust Ísraelar yfir, 48-49, og spennan jókst. Liðin skiptust á að ná forystunni í fjórða leikhluta og þegar 35 sekúndur lifðu leiks var staðan jöfn, 64-64. Jordan Loyd skoraði þá tvö stig fyrir Pólland sem sigraði, 66-64. Ísland mætir Póllandi í þriðja leik sínum á EM annað kvöld klukkan 18:30. Á EM-síðu RÚV má sjá stöðuna í riðlunum EPA / Jarek Praszkiewicz