Lögreglan í Búlgaríu leitar að Ólafi Austmann Þorbjörnssyni sem sást síðast fyrir tæplega tveimur vikum. Aðstandendur hafa ekki heyrt frá honum síðan 18. ágúst og systir hans biðlar til fólks að hafa samband ef það veit meira.